Sunday 25 May 2008

Simmi á Fullu í 4WD

Við skelltum okkur í útilegu yfir síðustu helgi. Við skruppum norður fyrir Sydney í skóg sem kallast Watagans. Þetta er aðeins í um klukkutíma keyrslu á staðin þar sem skógurin byrjar. Við fórum á laugardags hádegi og komum aftur til baka á sunnudag síðdegis. Það var spáð rigningu, en hún lét ekki sjá sig. Glampandi sól og 20 stiga hiti. Sibba tók þetta vídeó af mér. Það sýnir svona hvernig þessir vegir í skóginum eru. Þeir geta verið annsi missjafnir. Þessi er nokuð góður. Það eru margir afleggjarar og auðvelt að villast. Þess vegna erum við með GPS og kort til að við villumst ekki. Frábær ferð og trukkurinn stóð sig vel.

Thursday 1 May 2008

Ferðalag í Apríl

Við Skelltum Okkur í ferðalag yfir langa helgi í April. Það var almennur frídagur föstudagin 25ta Apríl, en við tókum okkur öll frí á fimmtudeginum. Við hlóðum nýja bílin og skelltum tjaldinu upp á þak. Fylltum báða tankana af olíu og keyrðum svo útúr Sydney upp úr hádegi. Leiðin lá til staðar sem er í um 250 kílómetra inn í landi og heitir Hill End. Þetta er gamall gullgrafara bær sem hefur aðeins um 100 íbúa. Um 1872, þegar hann var upp á sitt besta voru þar um 7,000 mans. Þar fannst einn stærsti gull klumpur sem fundist hefur. Hann var um 290kg í þyngd. Ekki amalegt fyrir þann sem það fann. Við komum þangað um fimm leytið og skelltum okkur á tjaldstæðið og tjölduðum nýja tjaldinu. Við komum okkur vel fyrir því við ákvaðum að vera þarna í tvær nætur. Dagin eftir eyddum við í göngu um gamla bæin og keyrðum einnig á þrjá útsýnisstaði í grenndinni. Þetta er alveg frábær staður með gullfallegum trjágróðri og haustlituðum trjám. Aðstaðan á tjaldstæðinu var alveg frábær. Ekki annað hægt að segja en allar græurnar okkar virkuðu eins og til stóð. Eins og sjá má eru mæðgurnar annsi vel dúðaðar. Þrátt fyrir það má segja að ekki hafi verið svo kallt að þess hafi verið þörf, því á föstudeginum var hið besta veðru, sólskin og blíða og um 18 stiga hiti. Föstudagurin var frídagur þar sem minnst er hermanna frá fyrri heimstyrjöldinni. Þetta er kallaður ANZAC day. Í tilefni dagsins er leyft að spila pengingaspil sem kallast 'Two Up'. Kastað er upp þrem peningum og veðjað um hvort heads eða tails komi upp. Þetta er spil sem var mikið spilað af hermönnum á þeim tíma. Þetta er náttúrulega harðbannað, nema í nokkra klukkutíma á þessum degi. Við Sibba röltum inn í bæin á pöbbin og fengum okkur bjór og horfðum á bæjarbúa spila two up við mikil læti. Fólk var að veðja 20-30 dollurum í hvert skipti þannig að það var mikið fjör. Við fórum svo aftur á tjaldstæðið og grilluðum steikur og fínheit.
Á Laugardagsmorgninum var pakkað saman og haldið áfram. Við ákváðum að fara torfæruleið áleiðis til baka. Þessi torfæru leið er kölluð Bridle Track. Hill End er hátt í 900 metra yfir sjávarmál. Norðan til í þorpinu er afleggjarin inn á Bridle Track. Hann byrjar á því að detta niður í gil sem á fellur um. Þannig að fyrsti kaflin er frekar hlykjóttur og þröngur. Ekki hægt að mæta öðrum bílum, þannig að maður verður að bakka til baka að næsta breiðkafla til að hleypa framhjá. Þegar niður er komið, liggur vegurin að mestu í hlíðum rétt fyrir ofan ánna sem rennur eftir þessum dal í átt að Sydney. Á leiðinni með ánni eru margir frábærir tjaldstaðir. Gróðurin er annsi grænn og vænn þar sem vatnið er nálægt. Við stoppuðum um hádegið til að fá okkur nesti og slappa af. Áfram var svo haldið og komum við út á aðalvegin nálægt Bathurst. Þá ákváðum við að halda áfram áleiðis til Sydney, en gista yfir nótt í þjóðgarði sem heitir Wollemi National Park. Er þar staður sem heitir Newnes. Þangað keyrðum við og vorum komin um 4 leytið. Síðasti hluti leiðarinnar er alveg ekta íslenskur malarvegur. Non stop þvotta bretti í 30km. Mesta furða að nýrun á manni hristust úr skorðum. Newnes er frábær staður. Þetta er dalskorningur umkringdur háum sandsteins fjöllum. Allt vaðandi í skógi. Við tjölduðum og byrjuðum svo að grilla okkur mat. Seinna um kvöldið kveiktum við lítin varðeld og sátum við hann í töluverðan tíma. Ég og Linda höfðum farið fyrr um dagin að safna smá eldivið. Eftir að eldurin dó út, urðum við vör við háfaða. Eftir smá tíma kom í ljós að þetta var Ástralsk dýr sem heitir Wombat. Hann var annsi stór og var að næra sér á grasi í nokkra metra frá okkur. Wombat er alveg meinlaus. Dagin eftir pökkuðum við öllu saman og lögðum af stað í bæin. Við stoppuðum og fengum okkur smá göngutúr til að skoða gamlar rústir af verksmiðju sem var reist á þessum slóðum um 1915 til að vinna olíu úr jarðveginum þarna. Þessi verksmiðja var starfrækt fram til 1932 þegar hún lagðist af. Enda staðsett í óbyggðum. Á leiðinni heim styttum við okkur leið og fórum torfæru leið sem heitir Black Fellow Hand Trail. Á þeirri leið stiklar maður á klettum framan af og kemur svo út í skóginum í drullu pytti. Okkur gekk vel og á endanum komumst inn á aðalvegin til Sydney. Komumst svo heim um 5 leytið alsæl eftir góða ferð. Okkur hlakkar til að fara aftur og erum þegar farin að skipuleggja næstu ferð.