Sunday 20 January 2008

Mæðgurnar mættar..


Þær komu loksins til Sydney þann 5ta Janúar um morguning. Aðeins sólarhrings seinkun vegna þess að frakkarnir sem áttu að afísa vélina í parís, misstu ranann út út höndunum á sér og gerðu gat á vélina. Allt í steik, allir á hótel og svo ekki flogið fyrr en dagin eftir. Þær skiluðu sér samt í Sydney með farangurin. Ekki teknar í tollinum. Við brunuðum svo heim með þær til að þær gætu slappað af og við tekið af þeim konfekt, lakkrís og harðfisk. ha ha ha.. Þær eru allavega búnar að jafna sig eftir flugið og hafa gert það bara gott í hinum ýmsu stórmörkuðum..

Nýárskvöld í Sydney


Loksins! Ég vann miða sem gaf okkur tækifæri á að vera á einum besta staðnum í bænum til að horfa á flugeldanna.. Við fengum miða á báðar flugeldasýningarnar sem voru klukkan 9 og á miðnætti. Við mættum á staðin tímanlega og komum okkur fyrir með stóla. Við höfðum með okkur nesti. Flugeldarnir klukkan 9 eru fyrir fjölskyldur og standa yfir í um átta mínútur. Þeim er að mestu skotið upp af prömmum á höfninni. Flugelda sýninging á miðnætti stóð yfir í tólf mínotur. Þá er þeim skotið upp af prömmum á höfninni, byggingum báðum megin við brúnna og af brúnni sjálfri. Var þetta stórkostleg sýning, og sást vel þaðan sem við vorum. Eftir sýninguna tókum við lestina heim. Það var áætlað um ein milljón manns hefðu verið í bænum um kvöldið. Allavega höfðum við aldrei séð eins mikið af fólki flæða um stræti borgannar eftir miðnætti á leiðinni á lestarstöðina. All flestir annsi prúðbúnir og mikið um fjölskyldur með börn. Við komum svo heim um hálf tvö leitið. Frábært kvöld.

Tuesday 1 January 2008

Gleðileg Jól Til Allra Frá Okkur Hérna Niðri..

Jæja, Þá eru jólin afstaðin. Hérna hjá okkur var ákveðið að hafa frekar róleg jól. Í því tilefni þá keyptum við lítið jólatré með blikkandi ljósum. Alveg tilbúið úr kassanum og ekkert mál að setja það upp. Þannig að jólaskrautið var nánast ekkert nema tréð. Sibba og Linda bökuðu bara tvær jólasortir þannig að allt var með hinu minnsta móti. Aðfangadagur var hinn besti á íslenska vísu. Aðeins skýjað og ekkert sérstaklega heit. Jóladagur var svipaður ásamt vind og smá skúrum. Ástralarnir voru náttúrulega ekkert hressir með þetta þar sem það var ekki gott að vera á ströndinni. Við tókum því hinsvegar bara rólega og gerðum nánast ekki neitt.. Á annan í jólum komu svo vinir okkar í mat til okkar. Og þá voru jólin búin hjá mér.. Ég fór svo í vinnuna á Fimmtudag og Föstudag. Sibba er í fríi á milli jóla og nýárs, því háskólin var lokaður. Hún fer aftur í vinnuna eftir áramótin í tvo til þrjá daga og fer svo í frí í þrjár vikur. Hún fékk loksins afrit af grein sem var birt í vísandaritinu Genetica eftir hana og var hún frekar kát. Þetta er hennar fyrsta stig í doktorsnáminu, þannig að þetta mjakast áfram. Linda kláraði honours árið í Desember og fékk að vita nokkru fyrir jól að hún kemst áfram í Masters námið í taugasálfræði. Hún byrjar í Mars á fullu aftur. Í millitíðinni er hún að vinna sem lausamanneskja hjá Bunnings (Stór byggingavöruverslun). Jæja, óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls árs..
Simmi og co