Sunday 20 April 2008

Nýr Fjölskyldumeðlimur

Jæja, loksins létum við verða af því og keyptum okkur Landcruiser. Þetta er árgerð 1994, DX gerð með 4.2 lítra dísel vél. Hörku trukkur sem hefur verið keyrður um 200,000 kílómetra og á langt eftir. Mjög vel með farin og hefur greinilega átt heima á malbiki mestalla sína æfi. Við erum núna að skipuleggja ferð yfir langa helgi. Er ætlunin að fara og gista yfir nótt í tjaldi. Við fórum í dag og keyrðum aðeins út fyrir Sydney, svona rétt til þess að geta farið af malbikinu sem er hér út um allt. Við keyrðum áleiðis inn í skógin hérna fyrir norðvestan. Trukkurin stóð sig eins og hetja og rúllaði upp veginu, enda ekki svo slæmur. En það var annsi hállt því að það ringdi öðru hvoru. það var gott að komast út úr bænum og út í náttúruna. Við sátum úti í skóginum og fengum okkur nesti. Það voru engin borgarhljóð, aðeins hljóð í dýrum og trjám. Við sáum svo kengúrur hlaupa um á leiðinni til baka.
Á leiðinni í bæin stoppuðum við hjá Lillý og Lúlla og fengum tebolla. Alltaf gaman að heimsækja þau.

Heimsókn í Mars

Í Mars komu Hafdís og Sigurjón í heimsókn. Þau voru hérna hjá okkur á meðan þau skoðuð sig um í Sydney. Við fórum líka um helgina upp í Hunter Valley til að kanna vínuppskeruna, ásamt því að fara upp í Bláfjöll. Þau fengu besta sumarveðrið sem komið hefur í ár. Sólskin og blíða uppá hvern dag. Byrjaði að rigna um leið og þau fóru. Ég hef verið að ganga með þá hugmynd að kaupa mér Jéppa í langan tíma. Ég dróg Sigurjón með mér á nokkrar bílasölur og var það annsi gaman. Tveir góðir íslendingar að pæla í Landcruiser. Eftir að þau fóru, fór ég með Sibbu og Lindu með mér. Alltaf betra að hafa einhverja með sér sem geta gefið álit á bílum.