Tuesday 18 December 2007

Gamlir IBMarar hittast í Ástralíu


Já, það ótrúlegasta skeður stundum. Þessi fundur átti sér stað í Melbourne í byrjun október. Við hittumst þar þrír félagarnir, Daði, Helgi P og ég, fyrrum vinnufélgar hjá IBM á Íslandi. Helgi og frú flugu yfir til Melbourne frá Auckland á Nýja Sjálandi, við Sibba flugum frá Sydney og Daði og Pat eru heimamenn í Melbourne. Þetta var yfir helgi, svo við hittumst um hádegið og eyddum deginum saman fram á kvöld. Við fórum í smá túrhesta ferð um Melbourne og enduðum svo á tælenskum veitingastað þar sem þessi mynd var tekin. Ekki er að sjá að við höfum tekið neinum breytingum eða hvað. Það var voða gaman hjá okkur enda margt að skraf um það sem hefur drifið á dagana. Allir eru við ennþá að vinna við tölvur á einn eða annan máta. Að því leytinu hefur ekki mikið breytst.

Wednesday 12 December 2007

Haglél og Skemmdir

Við höfum verið hérna í Ástralíu í næsta sautján ár og öðru hvoru fengið storma sem hafa gengið yfir okkur. Stundum með hagléli sem hefur gert jörðina hvíta. Í þau skipti hafa haglin alltaf verið frekar lítil, kannski upp undir centimeter að stærð. Síðasta sunnudag fór Linda í vinnuna um morgunin og skildi bílin sinn eftir. Ég og Sibba fórum að versla í Ikea. Á leiðinni heim í eftirmiðdagin sáum við að það var að skella á stormur. Við rétt komumst heim og náðum að taka allt dótið út úr bílnum þegar stormurin skall á. Hann stóð ekki yfir lengi, kannski í 15 - 20 mínotur og þá var allt búið. Í þetta sinn voru haglélin risa stór. Þetta sem ég hef í hendinni er 8 cm í þvermál. Þau skullu á þakinu og var það eins og byssukúlur. Manni varð um og ó. Bílarnir okkar voru óvarðir úti, þannig að þeir fengu að kenna á þessu. Bílinn okkar fékk slatta af dældum á þakið og húddið. Einnig kom stór brestur í framrúðuna á honum. Lindu bíll fór a sama veg. Framrúðan í hennar bíl fékk stóran brest og húddið er eins og bestu holóttu vegirnir á íslandi. Þakið og að hluta til að aftan og hliðinni eru dældaðir líka. Semsagt báðir bílarnir skemmdir. Okkar bíll er að sjálfsögðu tryggður fyrir svona, þannig að við verðum að fara í gegnum tryggingarnar með það. Hinsvegar Lindu bíll er ekki tryggður fyrir þessu, þannig að hún verður að láta laga þetta á sinn eigin kostnað. Ekki gott, sérstaklega þar sem hún er nýbúin að kaupa bílin. Hún ætlar að láta skipta um framrúðuna á morgun, Fimmtudag og svo verðurm við að bíða fram á næsta ár með frekari viðgerðir. Það á reyndar um okkar bíl líka. Bílar sem skemmdust í þessum stormi skipta þúsundum, þannig að það verður ekki auðvelt að komast að á verkstæði á næstunni. Annars sluppum við nokkuð vel. Margir aðrir urðu fyrir því að haglélið braut þakflísarnar og flæddi vatn inn í húsin og olli miklum skemmdum. Aðrir fengu tré sem féllu á húsin þeirra og ollu miklum skemmdum. Hverfið sem við búum við hefur verið skilgreint sem áfallasvæði til að fólk sem hefur orðið fyrir miklu tjóni geti fengið hjálp hjá fylkinu. Einn maður dó þegar stormurin skellti verönd ofaná hann þar sem hann var að leita sér skjóls fyrir rigningu. Þakflísarnar hjá okkur stóðust þessa áraun, þannig að við sluppum með skemmda bíla. Það hefur gengið á með rigningum undanfarnar 2-3 vikur og spáir hann því áfram. Ég smellti nokkrum myndum af storminum og hef sett þær hérna fyrir ofan í slideshow. Þar má sjá hvítar flyksur sem eru haglélin að koma niður, ásamt mydnir af skemmdunum á bílnum hennar Lindu. Það má spyrja af hverju ég setti ekki teppi eða eitthvað svoleiðis yfir bílana til að verja þá. Því miður var stormurin byrjaður og haglélin eins og byssukúlur um allt. Ég hefði ekki viljað fá þann stóra í hausin, því hann var næst við bílin minn, þar sem ég hefði þurft að bogra við að koma teppi yfir hann.
Posted by Picasa

Saturday 8 December 2007

Jólin eru að Koma

Jæja, þá kom að því.. Jólin eru að skella á hérna megin á hnettinum. Það má jafnvel búast við blautum jólum í ár. Það er búið að vera rigningar undanfarnar tvær vikur og núna er því spáð fyrir næstu viku að auki. Þannig að það gæti verið að það yrður dæmigerð svört jól með rigningu upp á íslenska vísu. Við erum ekki með neina gesti í ár á þessum jólum og ætlum því að taka því rólega. Skreytingar innandyra verða með minnsta móti og sennilega engin jólabakstur. Ég hef verið að berjast við flensu undanfarnar tvær vikur. Mér hefur ekki tekist að hrista hana af mér ennþá. Ég er reyndar ekki einn um þetta því þetta virðist vera að ganga um hérna. Ég skrepp niður til Melbourne í næstu viku í tvo daga til að fara á tvo fundi. Annars er lítið um ferðalög hjá okkur. Við bíðum orðið spennt eftir Ernu systir og mömmu sem koma í byrjun janúar. Það einna helsta sem hér hefur skeð er að það er búið að skipta um stjórn. Í kosningunum fyrir tveim vikum, þá var Howard og co hent út og verkamannaflokkurin er núna tekin við völdum. Núna bíða allir með andan í kokinu til að sjá hvort þeir komi til með að standa við hin fögru kosningaloforð. Jæja, ekki meira í bili..
Simmi jólasveinn.


Sunday 2 December 2007

Nýji bíllin hennar Lindu

Linda fór loksins og tók bílpróf.. Hún vildi svo að sjálfsögðu fá sér bíl. Hér má sjá smá vídeó af nýja bílnum hennar. Þetta er Hyundai Elantra, árgerð 2005. Þar sem hún er nýkomin með bílpróf, þá þarf hún að keyra með rautt P í eitt ár og svo grænt P í tvö ár. Þetta er til að aðrir ökumenn og gangandi geti forðað sér þegar hún birtist á bílnum. Hún er að sjálfsögðu harðánægð með nýja bílin.

Linda og Emma


1sta Des party hja Smara og Wendy .
Við fórum til Smára og Wendy í hið árlega 1sta des partý. Veðrið var heldur óvenjulegt fyrir þennan árstíma.. Mestmegins rigning. Smári er sem betur fer með góða verönd sem er yfirbyggð, þannig að maður blottnaði bara að innan af bjór og þessháttar. Það var spilað bingó og fólk fékk jólagjafir og svo var borðað og borðað og drukkið í hófi. Ég er að berjast við flensu, þannig að ég tók því rólega og drakk að mestu bílstjóravatn.

Saturday 1 December 2007

Simmi sjálfur..

Þetta er bara prufumynd sem er sent frá farsímanum mínum. Eins og sjá má þá virkar þetta allt saman.