Blog for Family and Friends - Blog fyrir fjölskyldu og vini. Warning! This blog will mostly be in Australian!!..
Sunday, 20 July 2008
Dagur/Day 15&16 - BH to Trangie to Sydney
Jæja, þá erum við loksins komin heim. Búið að tæma bílin og byrjuð að búa okkur undir næstu viku. Allir fara á fullt að vinna og læra. Ferðin frá Broken Hill til Trangie var löng og leiðinleg, þar sem við villdum ekki stoppa. Vegurin er nánast endalaus. Við komum til Trangie vel fyrir myrkur og gátum tjaldað án þess að bögglast í myrkri. Þetta var í fyrsta sinn sem við tjöduðum á grasi. Var það ágæt tilbreyting. Chris skrapp út í búð eftir frönskum, sem við síðan kýldum í okkur með steikinni sem við grilluðum. Síðan var skálað í síðasta skipti og horft á annað fallegt sólarlag. Við vöknuðum snemma dagin eftir og ákváðum að fá okkur morgunverð í McDonalds á leiðinni í bæinn. Það vill til að maður fer ekki nema einu sinn á ári í McDonalds. Alltaf frekar dapur matur, en fljótlegt. Við brunuðum svo til Sydney og komum heim núna um 3 leytið á Sunnudags eftirmiðdegi. Kötturin var ánægður að sjá okkur og heimtaði mat á diskana sína að venju. Allt losað úr bíllnum og núna verið að slappa af. Við tókum náttúrulega slatta af myndum og ég tók vídeó, þannig að það kemur til með að taka smá tíma að vinna úr þessu öllu saman. Þetta var frábær ferð í alla staði. Bíllin stóð sig vel og gekk eins og klukka allan tíman. Núna er bara að skipuleggja næstu ferð.
(English) Finally back home. The trip from BH to Trangie was a long never ending drive. The road just goes on and on. We arrived in Trangie early enough to camp in daylight. This was the last time we would be putting up the tent. Yes, we did find Jordies mobile when the tent was up. It was in one of the pockets. This was the first time we camped on a real grass lawn. In all the other caravan sites, they always told us to go to number xyz and camp on the lawn. Well, none of these sites had a single blade of grass on them, except for Port Augusta, who had a couple. Thus we always camped on sandy ground. Thankfully it never rained, so we didn´t get bogged down in dirt. The caravan park in Trangie has a real lawn with real grass. Chris offered to go and get chips to have with the steaks. Thus our last bbq of the trip consisted of steaks and chips. We watched another great sunset and after dinner we went off to bed. Someone in the neighbourhood had a party going, because they were still going until about 2am. We could hear their taste of music and were thankful that we hadn't been invited, if that was anything to go by. Early up this morning and packed and ready to go after 8am. We decided to have the last breakkie at McDonalds in Dubbo, as everyone was keen to get back home. Needless to say, one trip a year to McDonalds is one trip too many. It was a bit busy, but this time around they only bungled up an order for coffee for a customer who was in front of me in the queu. Thus I had to wait while they sorted it out. I could see they had the tea machine operational so they could offer boiled water. We got back to Sydney around 3pm and parted with the Anderson on old Windsor Road. The cat was very happy to see us and immediately demanded food on it's plates. All the stuff is out of the car. This trip has been a wonderful experience. We are already planning the next one.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Sæl öllsömul
Gaman að uppgötva blogsíðu hjá ykkur.
Ég kalla ykkur góð að ferðast 6.000 kílómetra á 2 vikum, ég held að það samsvari ca 4 hringferðum á þjóðvegi 1 um Ísland!
En það er greinilega margt að sjá og eina leiðin til að upplifa þetta er auðvitað bara að láta verða af þessu.
Það verður gaman að geta fylgst með því sem á daga ykkar drífur á þessari síðu.
Kveðja Steini
Sæl kæra fjölskylda!
Gaman að geta fylgst með ykkur hinum megin á hnettinum - verð hér með tíður gestur á þessari síðu!
Hjartanskveðjur
Erla Perla (Önnu Dóru vinkona) :)
Frábært ferðalag, bíð eftir fleiri myndum. Astarkveðjur, Valrun og co
Post a Comment