Monday, 11 August 2008

Loksins, fleiri myndir úr ferðinni góðu..

Jæja, kærar þakkir fyrir commentin. Gaman að sjá að fólk fylgist með. Ég er loksins búin að týna saman nokkrar myndir og skella þeim á vefin. Þær má sjá hér. Ferðin var alveg frábær í marga staði og kom margt á óvart. Við keyrðum í um 6,700 kílómetra í það heila. Bíllin eyddi að jafnaði 16 lítrum af Diesel olíu. Meðal verð á olíu lítranum í ferðinni var um 2 dollarar. Þannig að þetta kostaði sitt að keyra svona mikið. Bílin gekk eins og klukka alla ferðina. Ég er að búa mig undir að skipta um olíu á öllu klabbinu, ásamt síum og þess háttar. Gera klárt í næstu ferð. Við stefnum að því að fara núna í lok ágúst í stutta helgarferð.
Annars erum við komin á fullu í hið daglega amstur. Ég aftur farin að vinna og alltaf nóg að gera. Sibba er núna í sex mánaða námsleyfi og er á fullu heima að vinna að rannsóknum í sambandi við doktorsnámið. Linda byrjuð í háskólanum aftur. Hún náði svo góðum einkunum á fyrstu önnini að hún fékk sig flutta yfir í aðra gráðu sem kallast Doctor of Psychology (Clinical Neuropshychology). Hún er semsagt núna á fyrsta af þrem árum í þessari gráðu. Hún er hætt í Bunnings og vinnur núna í þrem öðrum hlutastörfum. Hún er einn dag í University of NSW sem research assistant að hjálpa við stóra alþjóðlega rannsókn í sambandi við notkun á vímuefnum, hún vinnur í BIRDS (Brain Injury Respite Development Services) á Laugardögum og er núna líka byrjuð með tutorial kennslu fyrir Macquarie háskólan í einu fagi fyrir nemendur á 3ja ári. Semsagt alveg nóg að gera þar í bráðina ásamt því að spila í músical society í háskólanum.

Við fengum heimsókn frá íslandi í síðustu viku. Eyþór Páll Eyþórsson kom hérna við í heimsreisu sem hann er í. Hann og Linda er á sama aldri og léku sér saman sem börn þegar við vorum í Frostaskjólinu. Linda fór með Eyþór í bílltúr um bláfjöllin, svona rétt til að sýna honum eitthvað meira en óperu húsið.
Jæja, við sátum í rólegheitum á laugardagskveldinu og hörfðum á útsendingu frá ólympíuleikunum, þegar við hvað mikill hvellur. Sibba og Linda ruku út á götu og kom þá í ljós að það var bíllslys hérna á horninu hjá okkur. Lögreglubíll hafði keyrt inní hliðina á leigubíl og skutlaðist svo inn í garðin á horn húsinu hérna rétt hjá. Hann ku hafa verið að eltast við einhvern þannig að þetta var annsi mikill skellur. Þannig að allt fyltist af löggum og sjúkrabílum um stund. Okkur skildist að ekki hafi orðið dauðaslys af þessu þannig að það fór ekki svo illa. Ég var svo upptekin við að horfa á sjónvarpið að ég tók ekki eftir þessum skell sem ku hafa vakið allt nágrennið, og tók ekki einu sinni eftir að Linda og Sibba ruku út að kanna málið. Svona er maður góður í að síja í burtu hljóð sem eru í fjarska.
Núna er google maps komið hérna með street view um alla sydney, þannig að núna er hægt að kíkja á húsið okkar þar. Þetta er svaka flott og mikið rifist hér um hvort þetta varði persónu leynd eða ekki. Þeir sem vilja kíkja á þetta geta klikkað hér. Svo er bara að slá inn okkar heimilisfang 7 burnie street blacktown og klikka á myndinni.

Jæja, best að hætta þessu í bili. Bestu kveðjur að vanda.

No comments: