Friday, 4 July 2008

Sumarfrí Júlí 2008

Jæja, þá erum við að skella okkur í sumarfrí. Við höfum verið að undirbúa ferð til Ayers Rock og Kings Canyon undanfarin mánuð. Hugmyndin er að keyra þangað á nýja jeppanum. Myndin sýnir leiðina sem við áætlum að fara. Við komum með að keyra um 6,000 kílómetra í þessari ferð. Ferðaáfangar verða eftirfarandi:
  • Dagur 1 - Sydney til Cobar - 677km
  • Dagur 2 - Cobar til Peterborough - 737km
  • Dagur 3 - Peterbourough til Roxby Downs - 384km
  • Dagur 4 - Roxby Downs til Oodnadatta - 457km
  • Dagur 5 - Oodnadatta
  • Dagur 6 - Oodnadatta til Ayers Rock - 704km
  • Dagur 7 - Ayers Rock/Olgas
  • Dagur 8 - Ayers Rock/Olgas
  • Dagur 9 - Ayers Rock til Kings Canyon - 301km
  • Dagur 10 - Kings Canyon
  • Dagur 11 - Kings Canyon til Coober Pedy - 745km
  • Dagur 12 - Coober Pedy til Port Augusta - 537km
  • Dagur 13 - Port Augusta - Broken Hill - 417km
  • Dagur 14 - Broken Hill
  • Dagur 15 - Broken Hill til Trangie - 677km
  • Dagur 16 - Trangie til Sydney - 459km
Eins og sjá má, þá verðum við á ferðinni í 16 daga. Við komum aftur til Sydney Sunnudagin 20 Júlí. Við keyrum samkvæmt þessu 6,095km í það heila. Við förum inn á svæði á leiðinni sem eingöngu eru fær jeppum. Við komum til með að tjalda flestar nætur. Við gistum á neðanjarðar móteli í Coober Pedy, sem er gömul náma. Við förum öll þrjú, nema hvað kötturin og fuglarnir verða heima að gæta hússins. Þetta er einn mesti tími ársins að fara á þessa staði þar sem hitin er ekki nema um 20 stig á dagin og fer niður í 3-5 stig á næturnar. Einnig er minnst um flugur, en við þurfum samt sem áður að taka með okkur flugnanet. Lagt verður af stað núna í fyrramálið klukkan 7 á laugardags morgni. Jeppinn svo troðin að ekki er hægt að koma meiru í hann. Jæja, við uppfærum þetta þegar við komum aftur heim og skellum upp nokkrum myndum. Ef ég get, þá sendi ég littlar uppfærslur frá farsímanum mínum með mynd. Ég verð latur með texta, því það er svo erfitt að slá hann inn á þessa litlu síma.

No comments: