Sibba dreif sig til og hefur stækkað grænmetis garðin sinn. Hún er núna farin að rækta allskyns sallöt, krydd jurtir, baunir, agúrkur, radísur og fleira sem ég kann ekki að nefna í bili. Hún er farin að nota sín eigin uppskeru í matreiðsluna. Hún kaupir bara fræ og sáir þangað til þau koma upp. Síðan er þeim plantað út í garð. Við söfnum rigningar vatni, þannig að hú
n getur vökvað þegar bannað er að nota krana vatnið á garðin. Þessar plöntur spretta svo hratt upp að það er hægt að sjá mun á milli daga á þeim flestum.
Nú, ég hef verið alveg á fullu í vinnuni. Brjálað að gera eins og alltaf. Ég er farin að vera á tveim stöðum. Annarsveg
ar suður af flugvellinum þar sem tölvudeildin er. Þar hef ég verið oftast. Núna er ég líka oftast tvo til þrjá daga í miðborginni. Er að funda mikið þar, þannig að ég er líka með aðstöðu á skrifstofu bankans sem er nálægt óperhúsinu. Ég tek lestina oní bæ og fer úr í Circular Quay. Þaðan er 3ja mínotna labb á skrifstofuna. Útsýnið frá lestarstöðinni á Circular Quay er ekki amalegt.
Maður hefur hringsýn yfir brúnna og óperhúsið. Dagin sem þessi mynd var teki
n, var stórt skemmtiferðaskip í heimsókn.
Það er að sjálfsögðu sumar hérna megin og búið að vera annsi gott veður núna í desember. Ekki of heitt, bara ósköp notalegt. Við tökum því rólega yfir jólin og erum ekki að spana neitt. Öll búin að vera á fullu og ætlum bara að slappa af. Við skruppum til Lillý og Lúlla í gærkveldi, þorláksmessu. Þau hjúin ætla að vera ein í rólegheitum á aðfangadags kvöld. Treystu sér ekki í stór veislu hjá Margréti. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru ein heima á aðfangadags kvöld. Þau fá svo heimsókn á jóladag. Lúlli er búin að setja upp heilmikið af jóla ljósum af húsinu. Það er vel upplýst í myrkrinu. Ég smellti mynd án þess að nota flash á síman minn og skelli henni hérna upp.
Núna erum við búin að taka upp okkar pakka og erum bara að slappa af í rólegheitunum. Við ætlum ekki að fara neitt fyrr en á sunnudag að heimsækja Önnu Gunnþórs. Veðurspáin er alltaf sú sama, gott veður framundan þannig ekki þarf maður að óttast að festast í snjó eða lenda í stormi.
Ég enda þetta póst með vídeó sem ég tók á síman minn. Einn nágranni okkar bauð allri götunnni í jólaboð á sunnudagskvöldið. Hann og vinir hans eru með hljómsveit og buðu upp á jólalög og söng. Linda var send eftir óbóinu og spilaði líka með.
Með þessu sendum við ykkur öllum bestu jóla og nýárs kveðjur og þökkum kærlega fyrir senda pakka, kveðjur og kort.
1 comment:
Blessuð öll sömul og Gleðilega hátíð. Gaman að fá að fylgjast með ykkur.
Bestu kveðjur
Magga frænka og fjölskylda
Post a Comment