Wednesday, 12 December 2007

Haglél og Skemmdir

Við höfum verið hérna í Ástralíu í næsta sautján ár og öðru hvoru fengið storma sem hafa gengið yfir okkur. Stundum með hagléli sem hefur gert jörðina hvíta. Í þau skipti hafa haglin alltaf verið frekar lítil, kannski upp undir centimeter að stærð. Síðasta sunnudag fór Linda í vinnuna um morgunin og skildi bílin sinn eftir. Ég og Sibba fórum að versla í Ikea. Á leiðinni heim í eftirmiðdagin sáum við að það var að skella á stormur. Við rétt komumst heim og náðum að taka allt dótið út úr bílnum þegar stormurin skall á. Hann stóð ekki yfir lengi, kannski í 15 - 20 mínotur og þá var allt búið. Í þetta sinn voru haglélin risa stór. Þetta sem ég hef í hendinni er 8 cm í þvermál. Þau skullu á þakinu og var það eins og byssukúlur. Manni varð um og ó. Bílarnir okkar voru óvarðir úti, þannig að þeir fengu að kenna á þessu. Bílinn okkar fékk slatta af dældum á þakið og húddið. Einnig kom stór brestur í framrúðuna á honum. Lindu bíll fór a sama veg. Framrúðan í hennar bíl fékk stóran brest og húddið er eins og bestu holóttu vegirnir á íslandi. Þakið og að hluta til að aftan og hliðinni eru dældaðir líka. Semsagt báðir bílarnir skemmdir. Okkar bíll er að sjálfsögðu tryggður fyrir svona, þannig að við verðum að fara í gegnum tryggingarnar með það. Hinsvegar Lindu bíll er ekki tryggður fyrir þessu, þannig að hún verður að láta laga þetta á sinn eigin kostnað. Ekki gott, sérstaklega þar sem hún er nýbúin að kaupa bílin. Hún ætlar að láta skipta um framrúðuna á morgun, Fimmtudag og svo verðurm við að bíða fram á næsta ár með frekari viðgerðir. Það á reyndar um okkar bíl líka. Bílar sem skemmdust í þessum stormi skipta þúsundum, þannig að það verður ekki auðvelt að komast að á verkstæði á næstunni. Annars sluppum við nokkuð vel. Margir aðrir urðu fyrir því að haglélið braut þakflísarnar og flæddi vatn inn í húsin og olli miklum skemmdum. Aðrir fengu tré sem féllu á húsin þeirra og ollu miklum skemmdum. Hverfið sem við búum við hefur verið skilgreint sem áfallasvæði til að fólk sem hefur orðið fyrir miklu tjóni geti fengið hjálp hjá fylkinu. Einn maður dó þegar stormurin skellti verönd ofaná hann þar sem hann var að leita sér skjóls fyrir rigningu. Þakflísarnar hjá okkur stóðust þessa áraun, þannig að við sluppum með skemmda bíla. Það hefur gengið á með rigningum undanfarnar 2-3 vikur og spáir hann því áfram. Ég smellti nokkrum myndum af storminum og hef sett þær hérna fyrir ofan í slideshow. Þar má sjá hvítar flyksur sem eru haglélin að koma niður, ásamt mydnir af skemmdunum á bílnum hennar Lindu. Það má spyrja af hverju ég setti ekki teppi eða eitthvað svoleiðis yfir bílana til að verja þá. Því miður var stormurin byrjaður og haglélin eins og byssukúlur um allt. Ég hefði ekki viljað fá þann stóra í hausin, því hann var næst við bílin minn, þar sem ég hefði þurft að bogra við að koma teppi yfir hann.
Posted by Picasa

1 comment:

VaGu said...

Þokkalegt! Alvöru haglél, ekki bara leiðinda rok og rigning eins og hér á klakanum.

Þessi bloggsíða er hið besta framtak, gaman að sjá hverning lífið down under er...

Hildur (konan mín) hefur sett upp heima síðu fyrir Fannar Daða á
http://barnaland.is/barn/34600/
Lykilorðið er nafnið á gamala kettinum okkar byrjar á: do***

kv. Valgeir
valgeirg@gmail.com