Jæja, þá kom að því.. Jólin eru að skella á hérna megin á hnettinum. Það má jafnvel búast við blautum jólum í ár. Það er búið að vera rigningar undanfarnar tvær vikur og núna er því spáð fyrir næstu viku að auki. Þannig að það gæti verið að það yrður dæmigerð svört jól með rigningu upp á íslenska vísu. Við erum ekki með neina gesti í ár á þessum jólum og ætlum því að taka því rólega. Skreytingar innandyra verða með minnsta móti og sennilega engin jólabakstur. Ég hef verið að berjast við flensu undanfarnar tvær vikur. Mér hefur ekki tekist að hrista hana af mér ennþá. Ég er reyndar ekki einn um þetta því þetta virðist vera að ganga um hérna. Ég skrepp niður til Melbourne í næstu viku í tvo daga til að fara á tvo fundi. Annars er lítið um ferðalög hjá okkur. Við bíðum orðið spennt eftir Ernu systir og mömmu sem koma í byrjun janúar. Það einna helsta sem hér hefur skeð er að það er búið að skipta um stjórn. Í kosningunum fyrir tveim vikum, þá var Howard og co hent út og verkamannaflokkurin er núna tekin við völdum. Núna bíða allir með andan í kokinu til að sjá hvort þeir komi til með að standa við hin fögru kosningaloforð. Jæja, ekki meira í bili..
Simmi jólasveinn.
No comments:
Post a Comment