Saturday, 17 January 2009

Útibíó á höfninni


Bankin sem ég vinn fyrir(St.George) er reyndar ekki farin á hausin ennþá.  Við höfum núna sameinast við einn af öðrum bönkunum, sem þýðir að við erum núna stærsti bankin í Ástralíu og annað stærsta fyrir tækið í landinu.  Bankin sem ég vinn fyrir styður hina árlegu listahátíð sem hér er haldin í janúar og febrúar.  Þeir styðja útíbíó sem er haldið úti í janúar og byrjun febrúar.   Þetta útibíó er gert þannig að að það er risa skjár settur upp rétt fyrir utan land og þegar dimmir er hægt að sjá á það bíómyndir sem eru nýar eða nýlegar.  Mér voru gefnir tveir miðar á sýningu á myndinni 'In Bruge'.  Við Sibba fórum og skemmtum okkur frábærlega.  Myndin var alveg vel þess virði að sjá og ekki var slæmt að sitja úti í rúmlega 20 stiga hita og horfa á bíómynd með miðborgina í baksýn.
Þegar sólin hérna megin loksins settist um 8:30, þá var byrjað að hífa upp skjáin til að gera hann kláran fyrir myndina.   Í millitíðinni fór ég og náði í kaffi handa mér og Sibbu.  Þetta þýddi auðvitað að standa í röð og bíða eftir afgreiðslu, því herna megin er annsi fleira fólk en maður er vanur frá íslandi.  Eftir reyndar stutta bið, þá fékk ég kaffínlaust kaffi handa okkur og gat farið aftur í sætin okkar.  Síðan var bara að bíða eftir að myndin byrjaði og skjárin yrði reistur þar sem hann va út í sjónum.  Þegar hann loks kom upp, þá voru keyrðar nokkrar auglýsingar að vanda áður en myndin byrjaði.  

Þetta útibío er mjög vinsælt og eru allir miðar uppseldir löngu fyrirfram.  Bankin hefur stutt þetta útibíó í mörg ár og síðast þegar ég fór þá var mér boðið á fyrstu sýninguna sem VIP ásamt nokkrum starfsfélögum.  Þá fékk maður nóg að drekka og borða ásamt því að eiga tækifæri á því að tala við nokkra vel þekkta ástrala og fjölmiðlafólk.  Í þetta sinn vorum við hjónin bar að njóta þess að fara á bíó.  Þessi mynd, In Bruge var alveg stórkostleg.  Hún er vel þess virði að sjá ef maður hefur áhuga á humor og óvenjulegum endi.  Best að segja ekkert meir.



1 comment:

Anonymous said...

Gott ad myndin var god... gaman ad fylgjast adeins med blogginu, se to ad tu ert ekkert mikid duglegri ad blogga en eg. Miki d finnst mer to gaman at gulli bro se loksins a leidinni til ykkar. Bid spennt eftir meira bloggi. Loveju Valrun