Sunday, 25 May 2008

Simmi á Fullu í 4WD

Við skelltum okkur í útilegu yfir síðustu helgi. Við skruppum norður fyrir Sydney í skóg sem kallast Watagans. Þetta er aðeins í um klukkutíma keyrslu á staðin þar sem skógurin byrjar. Við fórum á laugardags hádegi og komum aftur til baka á sunnudag síðdegis. Það var spáð rigningu, en hún lét ekki sjá sig. Glampandi sól og 20 stiga hiti. Sibba tók þetta vídeó af mér. Það sýnir svona hvernig þessir vegir í skóginum eru. Þeir geta verið annsi missjafnir. Þessi er nokuð góður. Það eru margir afleggjarar og auðvelt að villast. Þess vegna erum við með GPS og kort til að við villumst ekki. Frábær ferð og trukkurinn stóð sig vel.

1 comment:

Anonymous said...

Nohh þá er bara að prufa að setja inn comment........ástarkveðja til 4 wheelsfjölskyldunnar