Sunday, 20 January 2008

Nýárskvöld í Sydney


Loksins! Ég vann miða sem gaf okkur tækifæri á að vera á einum besta staðnum í bænum til að horfa á flugeldanna.. Við fengum miða á báðar flugeldasýningarnar sem voru klukkan 9 og á miðnætti. Við mættum á staðin tímanlega og komum okkur fyrir með stóla. Við höfðum með okkur nesti. Flugeldarnir klukkan 9 eru fyrir fjölskyldur og standa yfir í um átta mínútur. Þeim er að mestu skotið upp af prömmum á höfninni. Flugelda sýninging á miðnætti stóð yfir í tólf mínotur. Þá er þeim skotið upp af prömmum á höfninni, byggingum báðum megin við brúnna og af brúnni sjálfri. Var þetta stórkostleg sýning, og sást vel þaðan sem við vorum. Eftir sýninguna tókum við lestina heim. Það var áætlað um ein milljón manns hefðu verið í bænum um kvöldið. Allavega höfðum við aldrei séð eins mikið af fólki flæða um stræti borgannar eftir miðnætti á leiðinni á lestarstöðina. All flestir annsi prúðbúnir og mikið um fjölskyldur með börn. Við komum svo heim um hálf tvö leitið. Frábært kvöld.

No comments: